Vegfarandi varð var við mikla gufu á gluggum

Útkallið barst í morgun.
Útkallið barst í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heitavatnsleki varð í verslunar- og veitingahúsi í Hafnarfirði í morgun. Þetta staðfestir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Það var vegfarandi sem hringdi og tilkynnti lekann en sá hafði komið auga á mikla gufu á gluggunum um klukkan níu í morgun.  

Tók það slökkviliðið um klukkustund að hreinsa upp og var vettvangur síðan afhentur húseiganda og tryggingafélagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert