Hæðarhryggur fer austur yfir land

Í kvöld nálgast lægð úr vestri.
Í kvöld nálgast lægð úr vestri. Kort/Veðurstofa Íslands

Hæðarhryggur fer austur yfir land í dag með þurru veðri og víða björtu. Lítilsháttar éljagangur verður norðan- og austanlands fram eftir morgni.

Í kvöld nálgast lægð úr vestri og fer að snjóa frá henni sunnan og vestan til með vaxandi suðaustanátt.

Fremur svalt verður áfram næstu daga.

Síðdegis á föstudag hlýnar væntanlega, en þá er spáð sunnanátt með rigningu um landið sunnan- og vestanvert.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert