Fór á kostum í sigri í oddaleik

Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara.
Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara. Ljósmynd/Viktor Ljungström

Aldís Ásta Heimisdóttir fór mikinn í liði Skara þegar liðið hafði betur gegn Höör, 25:20, í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum sænska kvennahandboltans á útivelli í kvöld.

Skara vann einvígið 3:2 og er komið áfram í undanúrslit.

Aldís Ásta var markahæst í leiknum með sjö mörk fyrir Skara.

Þá bætti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir við tveimur mörkum fyrir Íslendingaliðið.

Berta Rut úr leik

Berta Rut Harðardóttir og liðsfélagar hennar í Kristianstad máttu sætta sig við tap, 26:30, fyrir Önnered í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum og er þar með úr leik.

Önnered vann einvígið 3:1 og er komið í undanúrslit.

Berta Rut komst ekki á blað hjá Kristianstad að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert