„Ef það er einhver einn lærdómur...“

„Ég er búinn að vera mjög skýr með mína pólitísku sýn á þetta mál – að það sé rangt að ríkið sé að auka umsvif sín á fjármálamarkaði,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í Dagmálum á mbl.is og bætti því við að hann hefði hins vegar unnið ötullega að því að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði.

Um þetta hefði salan á Íslandsbanka fyrst og fremst snúist að sögn Bjarna sem kvaðst vilja greina þau samskipti sem átt hefðu sér stað í tengslum við söluna. „Ef það er einhver einn lærdómur sem við áttum að taka með okkur inn í framtíðina eftir fjármálahrunið og rannsóknarskýrslu Alþingis, sem var mikill doðrantur [...], þá er það mikilvægi þess að svona samskipti séu í formlega réttum farvegi,“ sagði ráðherra.

Honum þætti of lítið um þetta rætt og aðfinnsluvert að menn kæmust upp með að vísa í fundi og símtöl sem snerust um önnur mál og engar fundargerðir fyndust um. „Þetta á ekki að samþykkja sem skýringar í svona máli,“ sagði Bjarni um söluna á Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert