Ofmeðferð og sýklalyfjaþolnar bakteríur

Fjölmargir Íslendingar hafa leitað í ódýrari tannlækningar í Austur Evrópu, þegar um stærri aðgerðir er að ræða. „Það hafa komið upp miklar meinsemdir við þessa tannlæknaþjónustu,“ segir Svend Richter rétt­artann­lækn­ir um þessa þjónustu.

Eitt það fyrsta sem Svend nefnir til sögunnar er ofmeðferð. Þar sem allar tennur eru krýndar þó að einungis hafi verið þörf á að krýna stærstu jaxla. „Það hafa komið upp miklar meinsemdir við þessa tannlæknaþjónustu,“ segir Svend.

Hann var gestur Dagmála Morgunblaðsins og ræddi þar meðal annars þann straum Norðurlandabúa til áðurnefndra landa í leit að ódýrari tannlæknaþjónustu.

Bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum er einn af þeim áhættuþáttum sem Svend nefnir. Þar er MÓSA bakterían algengust en tekist hefur að stemma stigu við útbreiðslu þessara baktería á Norðurlöndum. Sýkingar af völdum slíkra baktería er tuttugu sinnum algengari í til dæmis Ungverjalandi en hér þekkist.

Þá bendir hann á að tannlæknar í Ungverjandi og flestum þessum löndum séu mun færri en en gerist á Norðurlöndunum, miðað við íbúafjölda. Þessir tannlæknar taka ferðamenn fram yfri heimamenn því þeir borga betur. Það leiðir aftur til stórra siðferðislegra spurninga, þar sem ferðamennirnir kaupa sig í raun fram fyrir röðina. Slíkar hugmyndir hafa þótt stórhættulegar hér á landi og jafnvel merki um mikla mismunum.

Svend svarar því líka í þættinum af hverju þessar stóru aðgerðir eru svona miklu dýrari á Íslandi og Norðurlöndunum, en í Austur Evrópu.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert