Daði reyndist þriggja manna maki

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Þrír dómarar munu skipa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þegar hryðjuverkamálið svokallaða verður tekið fyrir í febrúar. Fyrirtaka var í málinu í gær þar sem þetta var ákveðið en áður hafði Landsréttur úrskurðað um að Daði Kristjánsson, héraðsdómari, væri vanhæfur í málinu.

Þá var aðalmeðferð í málinu seinkað fram í febrúar en áður stóð til að málið yrði tekið fyrir í desember.

Málið er hið snúnasta í lagalegu tilliti. Þannig hefur málinu verið vísað frá í tvígang, bæði í héraðsdómi og í Landsrétti. Var þá gefin út ný ákæra sem héraðsdómur vísaði frá. Þeirri ákvörðun var snúið í Landsrétti sem gerði héraðsdómi að taka málið til efnilegrar meðferðar.

Karl Ingi Vilbergsson, krafðist vanhæfis Daða Kristjánssonar héraðsdómara.
Karl Ingi Vilbergsson, krafðist vanhæfis Daða Kristjánssonar héraðsdómara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í framhaldinu krafðist Karl Ingi Vilbergsson saksóknari þess að Daði myndi víkja vegna orðalags þegar málinu var vísað frá. Daði hafnaði því sjálfur samkvæmt ákvörðun en Landsréttur féllst á kröfu saksóknara um vanhæfi Daða og í framhaldinu hafa nú þrír dómarar komið í stað hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert