Megn brennisteinslykt við ána

Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal og fréttaritari mbl.is, segir megn …
Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal og fréttaritari mbl.is, segir megn brennisteinslykt vera við Láguhvola. mbl.is/Jónas Erlendsson

Mælir Veðurstofu Íslands sýnir aukna rafleiðni í Múlakvísl og í nótt var aukið vatnsfæði í ánni.

„Það má búast við áframhaldandi aukningu og möguleikum á hlaupi,“ segir Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við mbl.is.

Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal og fréttaritari mbl.is, segir megn brennisteinslykt vera við Láguhvola.

„Það er töluvert mikið meira vatn í Múlakvísl heldur en venjulega,“ segir Jónas.

Frá Múlakvísl í dag.
Frá Múlakvísl í dag. mbl.is/Jónas Erlendsson

Allir á tánum

„Það er að mælast gas við Láguhvola sem er þá samhliða þessari auknu rafleiðni, það er jarðhitavatn sem er að koma í ána, sem getur þá bent til byrjun jökulhlaups,“ segir Minney.

„Það eru allir á tánum með það og almannavarnir eru viðbúnar ef það skildi koma hlaup.“

Fólki er ráðlagt að vera ekki á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul næstu daga vegna gass, sérstaklega um helgina vegna lítils vinds, að sögn Minneyjar.

„Það er aukið jarðhitavatn í ánni og þessi lykt er að koma með því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert