Neikvæð áhrif bygginga á flugvelli

Ný byggð í Skerjafirði kallar á mótvægisaðgerðir til að tryggja …
Ný byggð í Skerjafirði kallar á mótvægisaðgerðir til að tryggja öryggi Reykjavíkurflugvallar. Aðstæður til flugs munu versna. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi skýrsla staðfestir að öll byggð nálægt flugvöllum rýrir aðstæður á þeim. Byggingar á flugvöllum eins og flugskýli gera það líka.“

Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um niðurstöður starfshóps sem hann skipaði til að meta áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Starfshópurinn telur ekki þörf á að hætta við byggingahugmyndir í Nýja Skerjafirði en ný byggð kalli á mótvægisaðgerðir. Á meðal þeirra eru að takmarka hæð fyrirhugaðrar byggðar og skoða möguleg áhrif landslagsmótunar. Skýrslan starfshópsins var birt í vikunni.

„Þetta var tæknileg skoðun sem að mínu mati var alveg bráðnauðsynleg áður en lengra yrði haldið,“ segir Sigurður Ingi. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert