Segist hafa sannanir um meint brot Sölva

Catalina Ncogo.
Catalina Ncogo. Skjáskot/Instagram

Catalina Ncogo athafnakona segist hafa sannanir fyrir því að Sölvi Tryggvason dagskrárgerðarmaður hafi beitt konur ofbeldi. Ofbeldið segir Catalina að Sölvi hafi beitt konur sem hún telur til vinkvenna sinna. Láti Sölvi ekki af „lygum sínum“ muni hún birta myndir og myndbönd sem sanna að Sölvi sé ofbeldismaður. 

Þetta segir hún í samtali við mbl.is.

Catalina Ncogo. Hún hefur áður verið sakfelld fyrir að hagnast …
Catalina Ncogo. Hún hefur áður verið sakfelld fyrir að hagnast á vændissölu. Ljósmynd/Instagram

Hún segir einnig að hún sé sá aðili sem Sölvi hefur áður sagt að hafi hótað sér mannorðsmorði. 

„Já, ég er sú manneskja,“ segir Catalina.

„Já, það hef ég,“ segir Catalina spurð hvort hún hafi sannanir fyrir því að Sölvi Tryggvason hafi beitt konur ofbeldi. 

Spurð um hvers eðlis þær sannanir séu segir Catalina að um myndbönd sé að ræða. 

„Ef hann heldur áfram eins og hann hefur gert hingað til, þá neyðist ég til þess að birta þessar sannanir.“

Vill ekki tjá sig um efni myndbandanna

Spurð um hvers konar ofbeldi sjáist á þeim myndböndum sem hún hefur undir höndum segist Catalina ekki vilja tjá sig um það að svo stöddu. Hún segir blaðamanni að hann muni sjá það sjálfur ef Sölvi „heldur áfram“.

Catalina segir á samfélagsmiðlum að hún hafi sannanir fyrir því …
Catalina segir á samfélagsmiðlum að hún hafi sannanir fyrir því að Sölvi sé ofbeldismaður. Skjáskot/Instagram

Catalina, sem sakfelld hefur verið fyrir að hagnast á vændissölu, hefur að undanförnu fullyrt á samfélagsmiðlum að hún búi yfir myndböndum sem eiga að sanna að Sölvi Tryggvason sé ofbeldismaður. Á síðustu dögum hefur Sölvi verið á milli tannanna á fólki vegna ásakana um að hafa beitt konu líkamlegu ofbeldi.

Sölvi vísar þeim ásökunum á bug og hefur birt mynd úr málaskrá lögreglu þar sem fram kemur að hann hafi ekki verið handtekinn fyrir ofbeldisbrot á tímabilinu 1. apríl til 3. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka