„Takið ákvarðanirnar með okkur“

„Talið við okkur, takið ákvarðanir með okkur,“ þetta eru skilaboðin frá Ungmennráði UNICEF en í dag er haldið upp á afmæli Barnasáttmála SÞ. Í ráðinu eru þær Bára og Nadía sem segja of algengt að þeir sem ráði vilji bara láta taka sjálfu með börnum á tyllidögum en geri minna af því að hlusta á það sem þau hafi að segja.

Þessa dagana stendur ráðið fyrir grunnskólakynningum á Barnasáttmálanum sem var lögfestur hér á landi á þessum degi árið 2013. Þær segjast hafa talsverðar áhyggjur af stöðu barna í þessu erfiða árferði þegar mikið mæðir á heimilum landsins.

Í myndskeiðinu er rætt við þær í tilefni af afmæli Barnasáttmálans.

Í ungmennaráði UNICEF sitja 15 manns þar sem vikulegir fundir fara fram, hægt að kynna sér starf ráðsins á vef UNICEF á Íslandi.

https://unicef.is/ungmennarad

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert