Sólarhringsvaktir og biðraðir framundan

Jólaverslunin verður með óvenjulegu móti í ár. Netverslun hefur margfaldast á undanförnum mánuðum og nú er reynt að fá viðskiptavinina þangað frekar en í búðir. Í Elko verða sólarhringsvaktir í pökkun á sendingum í næstu viku og í Byko hefur 30 starfsmönnum verið bætt við að undanförnu. 

Fram undan er annasamasti tími ársins hjá flestu verslunarfólki og í ár verður hann með óvenjulegu sniði. Í myndskeiðinu er rætt við Írisi Sigtryggsdóttur, rekstrarstjóra hjá Byko, og Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóra hjá Elko, um útlitið í jólaverslun ársins en í báðum verslunum hefur sala aukist mjög hingað til á árinu.  

Í Byko í Breidd hefur verið gripið til þess að skipta versluninni í fjögur hólf og starfsmenn sjá um að taka á móti viðskiptavinum og skipuleggja biðraðir. Þetta getur verið óþægilegt fyrir viðskiptavini en Þorgils Gunnarsson, starfsmaður verslunarinnar, segir landsmenn þó í langflestum tilvikum sýna þessu mikinn skilning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert