Arnar hættir sem formaður

Forvitnar kýr í Flóahreppi.
Forvitnar kýr í Flóahreppi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Árnason ætlar ekki að gefa kost á sér áfram sem formaður Landssambands kúabænda.

Þetta tilkynnti hann á stjórnarfundi sambandsins á mánudaginn, að því er kemur fram í Bændablaðinu.

Hann hefur setið sem formaður frá árinu 2016 og er því að ljúka sínu fjórða ári.

„Verkefninu sem ég tók að mér er lokið, þ.e. að tryggja það í endurskoðun samningsins um starfsskilyrði okkar að framleiðslustýring yrði ekki lögð niður í þeirri mynd eins og við þekkjum hana. Endurskoðaður samningur liggur fyrir og reglugerðasmíð í kringum hann er lokið,“ segir Arnar í grein sinni í Bændablaðinu og á þar við búvörusamninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert