Erfitt að hafa uppi á vitnum vegna jólaleyfa

Sigurður Kristinsson er einn ákærðu í málinu.
Sigurður Kristinsson er einn ákærðu í málinu. mbl.is/Hari

Aðalmeðferð í Skáksambandsmálinu svokallaða hefst á mánudag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrirtaka var í málinu í morgun. Þrír eru ákærðir en þeim er gefið að sök að hafa staðið að og tekið þátt í innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni.

Við fyrirtökuna kom fram að héraðssaksóknari hafi reynt að hafa uppi á spænskum vitnum í málinu en ekki hafi náðst í alla. Er því óljóst hvort spænsk vitni mæti fyrir dóm til að bera vitni að sögn Önnu Barböru Andradóttur aðstoðarsaksóknara. Hún sagði fyrir dómnum að hugsanlega hefði það dregist hjá spænskum yfirvöldum að hafa uppi á vitnunum vegna jólaleyfa á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert