Ferrari að næla í bílasmið Red Bull

Adrian Newey virðir fyrir sér Ferrari bíl.
Adrian Newey virðir fyrir sér Ferrari bíl. AFP/Giuseppe CACACE

Adrian Newey, bílahönnuður Red Bull liðsins í Formúlu 1, er langt kominn í viðræðum við Ferrari og talið er að jafnvel verði tilkynnt um skipti hans til ítalska liðsins eftir kappakstur helgarinnar sem fram fer í Miami í Bandaríkjunum.

Newey er mikilsvirtur innan Formúlu 1 og hefur hannað bíla fyrir Michael Schumacher, Sebastian Vettel og Max Verstappen meðal annara.

Newey ákvað fyrir skömmu að yfirgefa Red Bull liðið en mikið hefur gengið á innan veggja austurríska liðsins í kjölfar ásakana starfsmanns um óviðeigandi hegðun liðstjórans Christians Horner.

Ferrari hefur ekki unnið heimsmeistaratitil síðan 2008 sem er óvenjulega löng bið á þeim bænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert