Vonast eftir niðurstöðunni á morgun

Stóran og þykkan reyk lagði frá brunanum í Miðhrauni 4 …
Stóran og þykkan reyk lagði frá brunanum í Miðhrauni 4 í Garðabæ og líktist hann einna helst eldgosi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn stendur enn yfir á eldsupptökum brunans í Miðhrauni sem varð í byrjun mánaðarins.

Rannsóknin er í höndum tæknideildar lögreglu í samvinnu við Mannvirkjastofnun og sérfræðing frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns standa vonir til að niðurstaða liggi fyrir á morgun. Ekkert sem komið hefur fram við rannsókn á eldsupptökunum bendir til þess að þau megi rekja til saknæms hátternis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert