Framtíðarnefnd verði skipuð

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur lagt það til við landsfund flokksins, sem hefst á morgun, að skipuð verði framtíðarnefnd sem muni fjalla um endurskoðun á skipulagsreglum flokksins.

Þeim breytingatillögum sem muni liggja fyrir á landsfundi verði vísað til meðferðar í þeirri nefnd.

Þetta segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 

Ein af þessum tillögum er þess efnis að formaður Sjálfstæðisflokksins verði framvegis kosinn í rafrænni kosningu.

Í stað þess að kjósa um tillögurnar yrðu þær teknar inn í stærra samhengi hjá framtíðarnefndinni, sem hefur það hlutverk að skoða dýpri breytingar á grunnskipulagi Sjálfstæðisflokksins.

Valhöll, þar sem höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins eru til húsa.
Valhöll, þar sem höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins eru til húsa. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert