Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

Jörð skelfur enn við Grímsey en heldur færri skjálftar hafa …
Jörð skelfur enn við Grímsey en heldur færri skjálftar hafa mælst síðasta hálfa sólarhringinn en síðustu daga. Kort/Veðurstofa Íslands

Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu.

Í athugasemd jarðvísindamanns á Veðurstofunni kemur fram að enginn skjálfti hefur mælst yfir þremur stigum í nótt. Stærsti skjálftinn í morgun mældist 2,2 að stærð og varð hann um 17 kílómetra norð-norðaustur af Grímsey. 13 skjálft­ar yfir 3 að stærð mældust í gær, en all­ir nema einn mæld­ust fyr­ir há­degi.

Skjálftahrinan hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar og er sú mesta í Gríms­ey frá 2013. Grímsey er hluti af stóra Tjör­nes­brota­belt­inu og hafa flestir skjálftanna mælst um 10-12 km norðaust­an við Gríms­ey.

Frétt mbl.is: Tæplega 1800 skjálftar síðasta sólarhring

Þó svo að dregið hafi úr skjálftavirkninni verður áfram fylgst grannt með gangi mála á Veðurstofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert