Kemur ekki inn í stað BF

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Golli

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir það ljóst að Framsóknarflokkurinn fari ekki inn í núverandi ríkisstjórn.

„Framsóknarflokkurinn er ekki á leið í ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki. Það eru allir að meta stöðuna og við höfum sagt að við förum ekki inn í þessa ríkisstjórn,“ segir Lilja Dögg þegar mbl.is ræddi við hana.

Ákveðið ferli er í gangi og þingmenn Framsóknarflokksins hafa gefið upp hvað ekki komi til greina, segir Lilja Dögg og vísar þar til ummæla formanns flokksins um að Framsóknarflokkurinn er ekki á leiðinni inn í núverandi ríkisstjórn.

Hún segir að finna verði leiðir að því hvernig hægt sé að klára þessi stóru mál eins og fjárlagafrumvarpið en Framsóknarflokkurinn fer ekki inn í núverandi ríkisstjórn eins og staðan er núna.

Eðlilegt sé að staðan sé metin eftir fund Bjarna Benediktssonar með sínu fólki í Sjálfstæðisflokknum og að Framsóknarflokkurinn hafi átt gott samstarf við aðra flokka í stjórnarandstöðunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert