Fótstigin jeppamennska yfir jökulinn

Félagarnir Guðbjörn Margeirsson og Eiríkur Finnur Sigursteinsson hjóluðu yfir Vatnajökul í vikunni á svokölluðum „fatbikes“, eða breiðhjólum, sem eru með stærri og breiðari dekkjum en venjuleg hjól. Alls tók ferðin þrjá daga en þeir lentu í mestu vandræðunum þegar komið var niður af jöklinum.

Í myndskeiðinu er rætt við þá félaga og þar má sjá myndir úr leiðangrinum.

Þeir vita til þess að tvisvar áður hafi verið hjólað yfir jökulinn og í bæði skiptin var það á tíunda áratugnum og þá var það gert á venjulegum hjólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert