Einhyrningur vekur furðu

Einhyrningur hefur skrapast í framan eftir barning hinna hrútanna.
Einhyrningur hefur skrapast í framan eftir barning hinna hrútanna. Ljósmynd/Erla Þórey

„Smalarnir sem sáu hann í kíki hjá sér þegar þeir voru að leita, vissu ekki hvaða fyrirbæri þetta væri og héldu fyrst að hann væri geithafur, með þetta háa horn.

En þeir sáu svo þegar þeir komust nær að hann var sauðkind með svona sérstæð samvaxin horn. Bæði hornin vaxa þétt saman líkt og um eitt voldugt horn sé að ræða, sem klofnar í tvennt í endann,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir, bóndi í Hraunkoti í Landbroti, um eftirlegukindina Einhyrning, sem kom til byggða um jól og skartaði óvenjulegu höfuðskrauti.

Rætt er við Erlu Þórey um einhyrninginn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert