Eldur kviknaði í Kaffi Krús (myndskeið)

Eldur kviknaði í Kaffi Krús á Selfossi á tíunda tímanum í gærkvöldi þar sem tugir snæddu kvöldmat en skjót viðbrögð starfsfólk, gesta og slökkviliðs tryggðu að ekki færi verr. 

„Það voru 60 eða 70 manns að borða á staðnum þegar þetta gerðist. Þegar starfsfólkið fann

Timburhúsið er 86 ára gamalt.
Timburhúsið er 86 ára gamalt. Ljósmynd/Kaffi Krús

reykjarlykt hringdi það strax í slökkviliðið og á sama tíma náðu viðskiptavinir í slökkvitæki og náðu að halda eldinum í skefjum,“ segir Tómas Þóroddson, eigandi Kaffi Krúsar. „Slökkviðliðið var komið eftir eina og hálfa mínútu og þá var starfsfólkið búið að rýma húsið. Þetta var ótrúlegt.“  

Hann segir að eldsupptökin hafi verið í reykháf staðarins. „Þetta er háfur sem gleypir reykinn frá eldbökun á pitsum. Það hefur sennilega farið glóð upp og kviknað í. Það er líklegast en tryggingafélagið kemur á eftir og metur ástandið.

Húsnæðið er úr timbri og var byggt árið 1931. Það var lengst af einbýlishús en fékk nýtt hlutverk fyrir um 25 árum. Tómas segir að reksturinn haldi áfram þrátt fyrir óhappið. 

„Efri hæðin er lokuð og verður það áfram en það er aðeins lamaður reksturinn núna. Miðhæðin er opin og þar komast 30 gestir fyrir.“ 

Ljósmynd/Tómas Þóroddsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert