„Í samræmi við það sem við héldum og lögðum fram“

mbl.is/Steinunn

Niðurstaða Skipulagsstofnunar er „í samræmi við það sem við héldum og lögðum fram. Við höfum lagt mikla vinnu í málið, kallað til færustu sérfræðinga og metið margar og góðar ábendingar frá hagsmunaaðilum og áhugasömum á umsagnartímanum. Okkur sýnist niðurstaðan vera í samræmi við það og erum mjög ánægð með hana,“ sagði Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, um álit stofnunarinnar á umhverfisáhrifum álvers fyrirtækisins í Reyðarfirði.

Tómas Már segir öll framkvæmdaleyfi hafa verið fyrirliggjandi og því hafi það engu breytt um framkvæmdir að mat Skipulagsstofnunar hafi ekki legið fyrir fyrr en nú. Einungis hafi þurft að gera ráðstafanir vegna bæði þurrhreinsunar og þurrhreinsunar með vothreinsun, þannig að hægt væri að bæta síðarnefndu aðferðinni við ef þyrfti, en niðurstaða Skipulagsstofnunar hafi verið sú, að með bestu fáanlegu tækni sé þurrhreinsun fullnægjandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert