Hjörleifur segir mörgum óvissuatriðum enn ósvarað varðandi álver Alcoa

Álver Alcoa Fjarðaáls er að rísa í Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaáls er að rísa í Reyðarfirði. mbl.is/Steinunn

Hjörleifur Guttormsson, fv. þingmaður og ráðherra, segir að matsskýrsla Alcoa og álit Skipulagsstofnunar staðfesti að losun mengandi efna frá álveri Alcoa sé langtum meiri en gert var ráð fyrir samkvæmt mati á stærra álveri Norsk Hydro. Varðandi losun brennisteinsdíoxíðs sé þessi munur stórfelldur þar eð Alcoa sé ekki gert að koma upp vothreinsibúnaði við verksmiðjuna.

Skipulagsstofnun hefur lagt mat á umhverfisáhrif álvers Alcoa Fjarðaáls og komist að þeirri niðurstöðu að þegar ákveðin skilyrði hafi verið uppfyllt muni álverið ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á loftgæði, ásýnd, hljóðvist og menningarminjar.

Hjörleifur höfðaði á sínum tíma mál og fékk fyrir dómi hnekkt þeirri ákvörðun Skipulagsstofnunar, sem ráðherra staðfesti, að breytt álver Alcoa Fjarðaáls þyrfti ekki að sæta umhverfismati.

Hjörleifur sendi nú síðdegis frá sér athugasemdir við niðurstöðu Skipulagsstofnunar, sem birt var í dag. Segir hann m.a. að matsskýrsla Alcoa og álit Skipulagsstofnunar svari ekki mörgum óvissuatriðum, m.a. um áhrif verksmiðjunnar á byggða- og atvinnuþróun, áhættu af hugsanlegu straumrofi sem valda myndi mikilli losun mengunarefna í Reyðarfirði og hættu af mengunarslysum í sjó vegna flutninga að og frá álverinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert