PSV Hollandsmeistari

Luuk de Jong fagnar jöfnunarmarki PSV í dag.
Luuk de Jong fagnar jöfnunarmarki PSV í dag. AFP/Maurice van Steen

PSV Eindhoven er Hollandsmeistari í fótbolta karla árið 2024 eftir 4:2 sigur á Sparta Rotterdam á heimavelli í dag.

Metinho kom gestunum yfir eftir aðeins átta mínútur en Said Bakari varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark á 19. mínútu.

Joahn Bakayoko kom svo PSV yfir á 26. mínútu og aftur var það sjálfsmark sem jafnaði metin en í þetta sinn var það Olivier Boscagli.

Staðan var 2:2 í hálfleik en Boscagli bætti upp fyrir sjálfsmarkið á 67. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark PSV og Jordan Teze bætti svo við fjórða rúmlega tíu mínútum síðar.

PSV er nú með 12 stiga forystu á Feyenood sem er í öðru sæti og því titillinn kominn í hús þegar tvær umferðir eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert