Forstjóri Alcoa færði bæjarstjóranum barrtré að gjöf

Gamla kempan Sigurjón Ólason f.v. hreppstjóri á Reyðarfirði var í …
Gamla kempan Sigurjón Ólason f.v. hreppstjóri á Reyðarfirði var í sjöunda himni þega Alcoa skiltið var afhjúpað í dag. mbl.is/Helgi Garðarsson

Alain Belda, forstjóri Alcoa, sagði í ræðu sinni eftir undirskriftina á Reyðarfirði í dag að það væri mikill kostur að geta byggt álver með nýjustu tækni, mitt á milli Evrópu og Ameríku - tveggja stærstu markaða heims. Hann sagaði að næstu árin yrði eytt milljón dollurum á dag í uppbyggingu.

Belda ræddi um kosti þess að búa til ál með raforku og minnti á hversu auðvelt væri að endurvinna ál, og þar með væri það einn umhverfisvænsti málmur sem þekktist. Ál léki lykilhlutverk víða, í flugvélum, í bílum, umbúðum og víðar, og því skipti það máli í lífi okkar á herjum degi.

Hann færði Guðmundi Bjarnasyni, bæjarstjóra, lítið barrtré að gjöf og sagði að þegar álverið yrði fullbyggt 2007, fylgdu 2007 tré til viðbótar, sem yrði planatað við álverið. Einnig 450 plöntur til viðbótar á ári til ársins 2007. Það er áform Alcoa að planta milljón plöntum við hvert álver Alcoa í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert