EFTA aðhefst ekkert vegna álvers í Reyðarfirði og starfsleyfi gefið út

Eftirlitsstofnun EFTA mun ekkert aðhafast gegn íslenska ríkinu vegna samninga um byggingu 322.000 tonna álvers Alcoa í Reyðarfirði og hefur þannig fyrir sitt leyti samþykkt framkvæmdina.

Eftirlitsstofnunin birti niðurstöðu sína í morgun og er fréttatilkynningu þar að lútandi að finna á heimasíðu stofnunarinnar, en komast má beint í hana með því að smella á tengilinn í lok fréttarinnar.

Sömuleiðis gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi til handa álverinu í dag, að sögn Páls Magnússonar, aðstoðarmanns Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra. Er því að hans sögn ekkert því til fyrirstöðu að undirrita samninga um byggingu álversins og verður það gert við athöfn í Fjarðarbyggð á morgun.

Tilkynning um úrskurð Eftirlitsstofnunar EFTA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert