Talsmaður Alcoa: Mikilvægt skref í átt að álveri

Upplýsingafulltrúi Alcoa, Jake Siewert, segir að með samkomulaginu við eigendur Reyðaráls hafi fyrirtækið stigið mikilvægt skref í þá átt að reisa álver í Reyðarfirði. Hann harðneitar að gefa upp hve mikið Alcoa þurfti að greiða fyrir Reyðarál og þá vinnu sem félagið hafði innt af hendi vegna sinna áforma. Sú upphæð hafi þó verið talin sanngjörn, annars hefði ekki verið skrifað undir.

Mikil vinna eftir við umhverfisþættina

Siewert segir að enn sé mikil vinna eftir í umhverfisþætti verkefnisins þó að Alcoa geti nýtt sér töluvert af því sem Reyðarál hafi þegar gert. Alcoa muni fljótlega leggja inn gögn til Skipulagsstofnunar og vonir séu bundnar við að ekki þurfi að vinna nýtt umhverfismat frá grunni.

Hann segir aðrar samningaviðræður ganga samkvæmt áætlun, þ.e. við Landsvirkjun um orkuverð, við fjármálafyrirtæki og við heimamenn á Austfjörðum um hafnargerð og fleiri atriði.

Alcoa hafi lagt meiri áherslu á þessar viðræður en þær sem fram hafi farið við eigendur Reyðaráls, einkum viðræðurnar við Landsvirkjun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert