WWF fordæmir fyrirhugað álver í Reyðarfirði

Bandarísku náttúrverndarsamtökin World Wildlife Fund (WWF) hafa sent frá sér tilkynningu þar sem álframleiðandinn Alcoa er hvattur til að hætta við byggingu álvers í Reyðarfirði. Þau fordæma framkvæmdina.

Í fréttatilkynningunni segir að virkjunarframkvæmdir vegna væntanlegs álvers komi til með að sökkva hluta Dimmugljúfra. Þá segir að ákvörðun Alcoa, sem leggi opinberlega áherslu á umhverfisvernd í starfsemi sinni, komi afar mikið á óvart þar sem norska álfyrirtækið Norsk Hydro hafi hætt við þátttöku í verkefninu. Það hafi verið vegna mikillar gagnrýni og umhverfismats sem hafi sýnt fram á geigvænlegar afleiðingar fyrir svæðið.

"WWF styður íslensk náttúruverndarsamtök í viðleitni sinni til að fá austurhluta miðhálendisins samþykkt sem þjóðgarð. Slíkur þjóðgarður myndi tryggja vernd hálendisins til langs tíma fyrir áhrifum framkvæmda á borð við Alcoa-álverið. Þetta myndi skapa fleiri störf, í ferðamannaþjónustu, en myndu skapast í kringum fyrirhugaða virkjun og álver, með miklu minni tilkostnaði."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert