NAUST kærir úrskurð Skipulagsstofnunar um álver í Reyðarfirði

Náttúruverndarsamtök Austurlands, NAUST, hafa kært til umhverfisráðherra úrskurð Skipulagsstofnunar frá 31. ágúst 2001 um 420 þúsund tonna álverksmiðju og 233 þúsund tonna rafskautaverksmiðju á Reyðarfirði.

Krefjast samtökin aðallega að framkvæmdinni í heild verði hafnað en til vara að aðeins verði heimiluð bygging fyrri áfanga álverksmiðju án rafskautaverksmiðju. Þrautavarakrafa er að hafnað verði byggingu rafskautaverksmiðju. Í rökstuðningi sem fylgir kærunni er m.a. vísað til umtalsverðra umhverfisáhrifa af framkvæmdaáformum Reyðaráls og að landfræðilega og veðurfarslega henti Reyðarfjörður ekki fyrir mengandi risaverksmiðjur. Ófullnægjandi rannsóknir hafi farið fram á svæðinu, m.a. á veðurfari, og mikil áhætta sé tekin þar eð þéttbýlið á Reyðarfirði sé aðeins í um 1 km fjarlægð frá útreiknuðu þynningarsvæði, en innan þess verður föst búseta alfarið bönnuð af heilbrigðisástæðum.Þá telur NAUST ótvírætt að meta hefði átt hvora verksmiðju fyrir sig, þar eð báðar séu matsskyldar að lögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert