Mikill misskilningur að málinu sé lokið

"Það ríkir miklu meira en svartsýni meðal fólks á Austurlandi, það ríkir almenn reiði hef ég orðið var við," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og bendir á að það sé mikill misskilningur að þessu máli sé lokið. Það sé kominn úrskurður frá skipulagsstjóra en ferlinu sé ekki lokið og menn verði að hafa þolinmæði í að ganga þá götu á enda.

"Það er afskaplega undarlegt þegar andstæðingar þessara áforma, er nota hvert tækifæri til að gera sem mest úr öllu sem á móti blæs, vilja nú fara að finna upp á einhverju nýju. Það er nú þannig í lífinu að menn verða að nota þau tækifæri sem bjóðast, þetta er einn af þeim kostum sem er fyrir hendi. Að mínu mati er enginn vegur að finna eitthvað annað í staðinn," segir hann. Halldór telur hins vegar að ef ferlið verði stöðvað af þeim sem séu búnir að berjast gegn Kárahnjúkavirkjun alla tíð, blasi við ný staða. En hún blasi ekki við núna.

Honum sýnist að Skipulagsstofnun telji ekki síst að það þurfi að vera meiri fjárhagslegur ávinningur af þessu verkefni, en honum sé jafnframt ekki ljóst hvaða mælikvarði eigi að ríkja. "En eitt veit ég að þetta verkefni mun hafa gífurleg áhrif á þróun byggðar í landinu. Ekki síst á Austurlandi og það mun jafnframt skipta sköpum fyrir hagvöxt hér á landi á næsta áratug," segir Halldór að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert