Bíðum eftir úrskurði ráðherra

"Það er ekki búið að slá virkjun af með þessum úrskurði. Úrskurðurinn verður kærður, fyrst og fremst af Landsvirkjun en einnig af sveitarfélögunum og jafnvel einstaklingum," segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi.

Hún segir það koma fram hjá skipulagsstjóra að ýmislegt sem segi í þessum úrskurði sé hægt að byggja á nægjanlegum upplýsingum og nauðsynlegt sé að bæta þeim við. Enn fremur segir hún að ekkert hafi breyst á Austurlandi enn sem komið er en að það sé eðlilegt að fólk sé áhyggjufullt þegar umræðan sé komin á þetta stig. Það sé núna beðið eftir úrskurði ráðherra og brugðist verði við þegar hann komi.

Arnbjörg segir að unnið hafi verið að ýmsum atvinnumálum á Austurlandi og svo séu vonir bundnar við laxeldið. "Virkjunin er hins vegar eitthvað sem menn hafa litið á sem einstakt verkefni sem muni hafa gífurleg áhrif á bæði efnahag landsins og Austurlands. Það er stefna stjórnvalda að nýta orkuauðlindir landsins og staðreyndin er sú að stór hluti þeirra er á Austurlandi og norðan Vatnajökuls. Ef illa fer verður að setja aukinn kraft í einhver önnur verkefni."

Arnbjörg segir að virkjunin myndi auka stöðugleikann í atvinnulífinu og Austfirðingar hafi litið á það sem grundvallaratriði að öðlast stöðugleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert