Rætt við eigendur allra jarða á áhrifasvæðinu

Lögfræðingur Landsvirkjunar mun á næstunni ræða við eigendur jarða og jarðarhluta á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar um ráðstafanir og/eða bætur vegna hugsanlegra afleiðinga virkjunarinnar, þ.e. búsifja af völdum grunnvatnsbreytinga.

Þetta kemur fram á fréttavef Kárahnjúkavirkjunar, en Landsvirkjun ræðir málið einnig við viðkomandi sveitarstjórnir, m.a. hefur sérstök nefnd, með fulltrúum Fljótsdælinga, verið sett á laggir vegna mála sem snerta þá sérstaklega.

Eigendur alls 149 jarða á Austur-Héraði, í Fljótsdalshreppi, Fellahreppi og á Norður-Héraði kunna að eiga hér hagsmuna að gæta. Þessar jarðir eru að hluta eða öllu leyti á áhrifasvæði virkjunarinnar, sem í þessu tilviki er 100 metra breitt svæði á láglendi meðfram ánum. Af þeim er 21 jörð í opinberri eigu og 49 jarðir eru skráðar í eyði.

Rennsli jökulánna á svæðinu ýmist eykst eða skerðist vegna Kárahnjúkavirkjunar sem getur breytt grunnvatnsstöðu á tilteknum svæðum. Þá skerðist land í Fljótsdal vegna frárennslisskurðar virkjunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert