Umhverfismati vegna Kárahnúkjavirkjunar lokið óháð samningum við Reyðarál

Dimmugljúfur og Kárahnjúkar.
Dimmugljúfur og Kárahnjúkar. mbl.is/RAX

Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar segir að Landsvirkjun muni ljúka umhverfismatsferli vegna Kárahnjúkavirkjunar þrótt sú ólíklega staða kæmi upp að slitnaði upp úr samningaviðræðum við Reyðarál á næstu vikum. Landsvirkjun telji einnig nauðsynlegt að ljúka umhverfismatsferlinu, m.a. vegna þess að Kárahnjúkavirkjun, ef af henni verði, sé svo stór hluti af af heildarvatnsorku landsins.

Þetta kemur fram í ýtarlegu viðtali við Friðrik á Kárahnjúkavirkjanasíðu Landsvirkjunar á Netinu þar sem hann segir einnig að viðræður Landsvirkjunar og Reyðaráls, um orkuviðskipti og fleira, til undirbúnings stóriðjuframkvæmdum á Austurlandi, gangi eðlilega fyrir sig. Ekkert óvænt hafi komið þar upp sem gæti orðið hindrun á leið að settu marki og undirbúningsvinna Landsvirkjunar vegna virkjunar eystra gangi líka samkvæmt áætlun. Friðrik er í viðtalinu spurður hvort óskir Norðuráls um stækkun álvers í Hvalfirði setji á einhvern hátt strik í reikninginn varðandi undirbúning Kárahnjúkavirkjunar og breyta viðhorfum Landsvirkjunar til virkjunarframkvæmda á Austurlandi. Friðrik svarar þessu neitandi og segir fyrirtækið ræða áfram við Reyðarál og einnig við Norðurál, enda sé það fyrirtæki viðskiptavinur Landsvirkjunar nú þegar og á Landsvirkjun hvíli lögbundin skylda til að útvega Norðuráli meiri orku ef fyrirtækið ráðist í að stækka álverið á Grundartanga og samningar um orkuverð náist.Heimasíða Kárahnjúkavirkjunar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert