Hugur Austfirðinga til álvers kannaður

Reyðarál hefur fengið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að kanna viðhorf ungra Austfirðinga annars vegar og brottfluttra Austfirðinga hins vegar til búsetu eystra og vinnu í fyrirhuguðu álveri fyrirtækisins við Reyðarfjörð.

Kannanirnar eru gerðar í tengslum við mat á samfélagsáhrifum álvers og Kárahnjúkavirkjunar eystra. Um er að ræða póstkönnun og voru spurningalistar sendir út í vikunni.

Önnur könnunin beinist að ungum Austfirðingum, 18-30 ára, og þar er m.a. spurt um viðhorf til búsetu eystra, til álversins og vinnu í því. Hin könnunin beinist hins vegar að Austfirðingum, 25-50 ára, sem flust hafa burt úr fjórðungnum á sl. fimm árum. Þar er m.a. spurt um ástæður brottflutnings og hvort viðkomandi geti hugsað sér að flytja til baka og vinna í álverinu eða við þjónustu kringum það.

Að því er fram kemur á kynningarsíðu Reyðaráls, hafa slíkar viðhorfskannanir ekki áður verið gerðar á Austurlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert