Yfirlýsing vegna virkjana- og álversframkvæmda á Austurlandi

Hér birtist texti yfirlýsingar Reyðaráls hf., Hæfis hf., Landsvirkjunar, Hydro Aluminium AS og iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna Noral-verkefnisins svonefnda, það er að segja virkjunar- og álversframkvæmda á Austurlandi.

YFIRLÝSING um NORAL VERKEFNIÐ 24. maí 2000 A. INNGANGUR 1. Noral verkefnið (“verkefnið”) hefur verið í gangi um nokkurra ára skeið, og tók það á sig formlega mynd hinn 29. júní 1999 á Hallormsstað með sameiginlegri yfirlýsingu viðskipta- og iðnaðarráðuneytisins, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, Landsvirkjunar og Hydro Aluminium as í Noregi. Í yfirlýsingunni var lýst þeirri viðskiptahugmynd sem liggur að baki Noral verkefninu, en hún felur í sér álver, nauðsynlegar stoðveitur og raforkukerfi sem ætlað er að sjá álverinu fyrir rafmagni, svo og undirbúning lóðar, gerð hafnar og uppbyggingu nauðsynlegra stoðveitna. Aðilar að Hallormsstaðaryfirlýsingunni, ásamt Reyðaráli hf (sem er sérstakt fyrirtæki í helmingaeigu Hæfis hf. og Hydro Aluminium as) og Hæfi hf (sem er sérstakt fyrirtæki í eigu hóps íslenskra fjárfesta) hafa ákveðið að endurskoða umfang og tímaáætlun verkefnisins. Þessi nýja yfirlýsing er gefin út til þess að staðfesta áhuga og skuldbindingu allra aðila til að leggja mat á hagkvæmni verkefnisins og þann ásetning þeirra að komast að endanlegri niðurstöðu um það hvort ráðast skuli í verkefnið fyrir 1. febrúar 2002. B. NORAL VERKEFNIÐ 2. Í Noral verkefninu felst eftirfarandi: 1. Vatnsaflsvirkjanir á Austurlandi. 2. Álver –Álverksmiðja Reyðaráls á Reyðarfirði – ásamt nauðsynlegum stoðveitum. 3. Lóð og hafnaraðstaða. 4. Aðrar fjárfestingar í stoðveitum. Áætlað er að fyrsta áfanga verkefnisins ljúki árið 2006. 3. Virkjunarframkvæmdir, þ.m.t. Kárahnúkavirkjun og Fljótsdalsveita, verða undirbúnar af Landsvirkjun eða hlutafélagi sem er að fullu eða að hluta í eigu Landsvirkjunar. Markmiðið er að afhenda rafmagn á grundvelli langtímasamnings til álbræðslu Reyðaráls á samkeppnishæfu verði. Með fyrirvara um að endanleg ákvörðun verði tekin um að ráðast í heildarverkefnið, er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Kárahnúkavirkjun hefjist sumarið 2002 og að virkjunin verði tekin í notkun árið 2006. Landsvirkjun mun kanna nánar alla raunhæfa möguleika til þess að stytta framkvæmdatímann í því skyni að geta hafið afhendingu rafmagns til álversins árið 2005. 4. Álver Reyðaráls verður undirbúið af Reyðaráli hf., sameiginlegu fyrirtæki Hæfis hf. og Hydro Aluminium. Áætluð upphafleg framleiðslugeta álversins verður 240 þúsund tonn á ári, og er gert ráð fyrir að hún verði síðar aukin í 360 þúsund tonn á ári. Álverið kann að lokum að verða stækkað í 480 þúsund tonn á ári ef og þegar nægilegt rafmagn og tilskilin leyfi liggja fyrir. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga álversins hefjist árið 2003 og að þeim verði lokið þegar rafmagn verður afhent. Áhersla verður lögð á að nota bestu fáanlegu tækni til þess að halda loft-, jarðvegs- og vatnsmengun frá álverinu í lágmarki. Gert er ráð fyrir að verksmiðja Reyðaráls noti álbræðslutækni Hydro Aluminium og selji vöru sína gegnum markaðs- og sölukerfi Hydro Aluminium. 5. Lóð og hafnaraðstaða fyrir álver Reyðaráls verða látin í té af ríkisstjórninni og/eða sveitarfélaginu samkvæmt samningum sem gerðir verða á grundvelli gildandi laga og reglugerða. 6. Aðrar fjárfestingar í stoðveitum – Ríkisstjórn Íslands og/eða sveitarfélögin munu skipuleggja og bera ábyrgð á framkvæmdum í tengslum við aðrar nauðsynlegar fjárfestingar í stoðveitum. 7. Efnahagsleg áhrif – Aðilar gera sér grein fyrir að verkefnið muni líklega hafa veruleg áhrif á efnahag Íslands og einkum á atvinnulíf á Austurlandi. Ríkisstjórn Íslands mun leitast við að halda í lágmarki hvers kyns óhagstæðum efnahagslegum áhrifum meðan virkjana-fram-kvæmdir og framkvæmdir við álverið standa sem hæst. C. VERKÁÆTLUN 8. Í því skyni að greiða leiðina fyrir endanlegri ákvörðun um að ráðast í verkefnið fyrir 1. febrúar 2002, þannig að gangsetning geti átt sér stað á árinu 2006, þarf að ganga frá ýmsum samningum milli aðila og afla heimilda. Mikilvægust þessara eru:  Samþykki fyrir mati á umhverfisáhrifum og rekstrarleyfi fyrir virkjunarframkvæmdirnar, rafmagns-línur, höfnina og álverið.  Rafmagnssamningur  Fjárfestingarsamningur  Hluthafasamningur Reyðaráls  Lóðar- og hafnarsamningur D. SKULDBINDINGAR OG FYRIRÆTLANIR AÐILA 9. Aðilar að yfirlýsingu þessari hafa tilkynnt um eftirfarandi skuldbindingar og fyrirætlanir:  Ríkisstjórnin mun leggja til breytingar á orkulöggjöf í því skyni að tryggja að Landsvirkjun eða dótturfélög Landsvirkjunar geti gert ráðstafanir til að afla tilskilinna heimilda til þess að ráðast í virkjunarframkvæmdirnar. Ríkisstjórnin mun tryggja að vinna stjórnvalda við mat á umhverfisáhrifum og rekstrarleyfi fyrir virkjanirnar og álver með allt að 360 þúsund tonna ársframleiðslugetu tefjist ekki af völdum mannaflaskorts eða annarra verkefna. Ríkisstjórnin mun leitast við að ábyrgjast að tiltækt sé nauðsynlegt fjármagn til fjárfestinga í opinberum framkvæmdum, þ.m.t. framkvæmdum sveitarfélagsins. Ríkisstjórnin heitir því að gera það sem í hennar valdi stendur til þess að fá út gefin nauðsynleg leyfi fyrir Reyðarál hf.  Landsvirkjun mun ráðast í virkjanaframkvæmdir með það fyrir augum að geta afhent Reyðaráli hf. rafmagn til fyrstu tveggja áfanga verkefnisins með allt að 360 þúsund tonna ársframleiðslugetu á samkeppnishæfu verði með því að ljúka við Kárahnúkavirkjun og Fljótsdalsveitu þannig að afhending rafmagns til fyrsta áfangans geti hafist árið 2006. Sú vinna tekur m.a. til mats á umhverfisáhrifum og verkfræði- og arðsemisáætlana fyrir Kárahnúkavirkjun og Fljótsdalsveitu.  Reyðarál hf. mun vinna að álverkefninu, þ.m.t. framkvæma mat á umhverfisáhrifum og gera verkfræði- og arðsemisáætlanir fyrir álverið og útvega fjármagn til byggingar þess.  Hæfi hf. og Hydro Aluminium as, eigendur Reyðaráls hf, munu sjá félaginu fyrir fjármagi og öðru sem til þarf til þess að vinna verkefnið áfram fram að ákvörðunar-töku um það hvort ráðist skuli í bygginu álversins eða ekki. Aðilum að yfirlýsingunni er heimilt að draga sig út úr verkefninu á vinnsluskeiði fram til 1. febrúar 2002 ef þeir telja fyrirsjáanlegt að arðsemi verkefnisins verði ófullnægjandi. Aðilar að yfirlýsingunni munu eiga viðræður um alla samninga í góðri trú og samhæfa vinnubrögð með það að markmiði að áætlunin um ákvarðanatöku hinn 1. febrúar 2002 standist. Aðilum er hins vegar ljóst að þessi áætlun kunni að tefjast ef þörf er á meiri tíma til þess að ljúka með ásættanlegum hætti þeirri vinnu sem nauðsynleg er og sem aðilar telja fullnægjandi til þess að taka slíka ákvörðun. Aðilar munu upplýsa hver annan um framgang vinnu sinnar og um hvers kyns aðstæður er kynnu að hafa áhrif á arðsemi verkefnisins. Undirritað 24. maí, 2000 F.h. Reyðaráls hf. Bjarne Reinholdt framkvæmdastjóri F.h. Hæfis hf. Geir A. Gunnlaugsson framkvæmdastjóri F.h. Hydro Aluminium as Eivind Reiten, forstjóri hjá Norsk Hydro ASA F.h. Landsvirkjunar Friðrik Sophusson forstjóri Fh. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis Valgerður Sverrisdóttir, Iðnaðar- og viðskiptaráðherra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert