Áköf mótmæli í bandarískum háskólum

Stúdentar við Tækniskólann í Massachusetts og Harvard mótmæla.
Stúdentar við Tækniskólann í Massachusetts og Harvard mótmæla. AFP/Scott Eisen

Mótmæli héldu áfram hjá stúdentum sem styðja Palestínumenn í þó nokkrum háskólum í Bandaríkjunum í gær.

Kennslustundum var aflýst og mótmælendur voru handteknir.

Tjaldbúðir við háskólann í Columbia.
Tjaldbúðir við háskólann í Columbia. AFP/Spencer Platt

Mótmælin hófust í síðustu viku við Columbia-háskóla þar sem stór hópur stúdenta tjaldaði á skólalóðinni til að mótmæla ástandinu á Gasasvæðinu.  

Mótmælin breiddust út til annarra háskóla, þar á meðal Yale og MIT.

AFP/Scott Eisen

Sumir gyðingar sem stunda nám við Columbia hafa kvartað yfir ögrunum og gyðingaandúð á meðan á mótmælunum hefur staðið. Hafa mótmælendur krafist þess að þessi virti skóli í New York slíti tengslum við fyrirtæki sem tengjast Ísrael.

AFP/Scott Eisen

Kennslustundir voru færðar á netið í gær og bað rektor Columbia stúdenta um að sýna stillingu í opnu bréfi til skólasamfélagsins.

„Undanfarna daga hafa verið of mörg dæmi um ögranir og ágenga hegðun á háskólalóðinni okkar,” sagði hún.

„Orðræða sem felur í sér gyðingaandúð, líkt og öll önnur orðræða sem er notuð til að særa og hræða fólk, er óásættanleg og gripið verður til viðeigandi aðgerða,” bætti hún við.

Frá Cambridge.
Frá Cambridge. AFP/Scott Eisen

Í síðustu viku voru meira en 100 mótmælendur handteknir eftir að háskólayfirvöld hringdu í lögregluna og báðu hana um að skerast í leikinn. Það virtist auka óánægjuna á meðal stúdenta og verða til þess að enn fleiri mættu til að mótmæla um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka