Morðum snarfjölgar í Noregi

57 hafa verið myrtir á síðustu 12 mánuðum sem 111% …
57 hafa verið myrtir á síðustu 12 mánuðum sem 111% aukning á morðum í Noregi. Mynd úr safni

842 manns hafa verið myrtir í Noregi frá árinu 2000. Á síðustu 12 mánuðum hafa 57 verið myrtir í Noregi sem er veruleg fjölgun. Frá árinu 2000 hafa aldrei verið framin jafnmörg morð á fyrstu þremur mánuðum árs heldur en í ár.

Þetta kemur fram í ítarlegri samantekt norska dagblaðsins VG.

Í samantektinni segir að það sem af er ári hafa 24 verið drepnir í Noregi, þar af 13 konur. 63% af fórnarlömbunum hafa verið skyld banamanni sínum á þann veg að um er að ræða fjölskyldumeðlimi, maka eða fyrrverandi maka.

Innfæddir ólíklegri til að fremja morð

Eins og fyrr segir þá hafa 57 verið myrtir á síðustu 12 mánuðum sem er 111% aukning á morðum. Í venjulegur árferði eru morð færri en 30 á ári í Noregi.

Í frétt VG er kort sem hægt er að skoða …
Í frétt VG er kort sem hægt er að skoða sem sýnir staðsetningu morða. EIns og sjá má þá eru mörg morð framin í og við Ósló. Skjáskot/VG

Í Noregi búa um 5,5 milljónir manna. Meirihluti morða var framinn af innfæddum en ef skoðaður er uppruni fólks þá kemur í ljós að þeir sem fæddust í öðru landi frömdu fleiri morð, sem hlutfall af höfðatölu, heldur en Norðmenn.

Fólk frá Srí Lanka, Íran og Kósovó er þannig stærsta hlutfall gerenda. 65% af morðum eru framin af Norðmönnum en 35% af morðum eru framin af fólki sem fæddist í öðrum löndum.

Karlmenn gerendur í 90% tilvika

Þá er 71% af fórnarlömbunum Norðmenn og 29% fórnarlamba eru fólk sem fæddist í öðru landi.

48% fórnarlamba eru konur og 52% eru karlmenn. 90% gerenda eru karlmenn.

Sé miðað við höfðatölu þá eru flest morð framin í Finnmörk í Noregi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert