5,5 stiga skjálfti á Taívan

Grjót hrundi einnig á Suhua-þjóðveginn í skjálftanum í dag sem …
Grjót hrundi einnig á Suhua-þjóðveginn í skjálftanum í dag sem var 5,5 að stærð. AFP/CNA

Jarðskjálfi 5,5 að stærð reið yfir Taívan í dag og skók meðal annars höfuðborgina Taipei. Skjálftinn átti upptök sín í héraðinu Hualien, en þar voru einnig upptök skjálfta fyrr í mánuðinum sem var 7,4 að stærð. 

Var sá skjálfti sá stærsti á eyjunni í yfir 25 ár, en jarðskjálftar eru mjög algengir á Taívan. Í það minnsta 17 létust í þeim skjálfta.

Skjálftinn í dag reið yfir klukkan 17.08 að staðartíma.

Starfsmaður AFP fréttaveitunnar í Taipei sagði skjálftann hafa verið eins og einn af hörðustu eftirskjálftunum frá 3. apríl.

Ríkisfréttastofa Taívan sýndi þessa mynd eftir skjálftann í dag, en …
Ríkisfréttastofa Taívan sýndi þessa mynd eftir skjálftann í dag, en þar má sjá steina og annan jarðveg sem hrundi á lestarteina í jarðskjálftanum. AFP/CNA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka