Írönsk drónaárás á Ísrael yfirvofandi

Drónaáras hefur verið gerð á Ísrael.
Drónaáras hefur verið gerð á Ísrael. mbl.is

Íranir hafa sent sprengjudróna til Ísrael að sögn yfirvalda í Ísrael. Ef rétt reynist er um að ræða mikla stigmögnun á átökunum undir botni Miðjarðarhafs.

„Íran sendi UAVs (dróna) frá sínu landsvæði að landsvæði sem tilheyrir Ísrael,“ er haft eftir talsmanni Ísraelshers. 

Bandaríkjamenn hafa staðfest að tugir dróna sem komi frá Íran séu á leið til Ísrael. 

Írak og Jórdanía eru búin að loka lofthelgi sinni því búist er við eldflaugaárás yfir landsvæði þeirra. 

Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran.
Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran. AFP/Khameini.ir

BBC segir að það muni taka drónanna nokkrar klukkustundir að ná að landamærum Ísrael. Ísraelsmenn hafa sett sig í samband við Bandaríkin til að fá aðstoð við að stöðva drónanna. 

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður fylgjast með stöðunni. Adrienne Watson, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, áréttaði stuðning Bandaríkjamanna við ísraelsku þjóðina.

Bandaríkin fylgjast náið með framþróun mála að sögn upplýsingafulltrúans. Joe Biden, Bandaríkjaforseti mun eiga fund með öryggis- og varnarmálasérfræðingum Hvíta hússins síðar í kvöld.

Daniel Hagari talsmaður ísraelska hersins segir Bandaríkin og Ísrael vera að vinna „náið saman“ að stöðva sprengjudrónanna.

Að því er fram kemur á CNN munu Íranir einnig send flugskeyti í átt að Ísreal. 

Ísrael tilkynnti fyrr í dag að til stæði að loka skólum landsins frá og með morgundeginum til tveggja daga. Þar að auki hafa verið settar á samkomutakmarkanir.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert