Gátu ekki stýrt skipinu

Skipið sem sigldi á brúna varð aflvana stuttu fyrir áreksturinn.
Skipið sem sigldi á brúna varð aflvana stuttu fyrir áreksturinn. AFP/Rob Carr

Skipið sem sigldi á brúna Francis Scott Key í Baltimore með þeim afleiðingum að brúin hrundi varð tímabundið aflvana rétt fyrir áreksturinn. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hafnarstjórn Baltimore. 

Í tilkynningunni segir að skipið hafi orðið aflvana skömmu áður en það skall á brúnni. Fyrir vikið gat áhöfnin ekki stýrt stefnu skipsins.

Enn fremur segir að áhöfnin hafi varpað akkerinu þegar mönnum varð ljóst að skipið myndi skella á brúnni.

Segir áreksturinn „skelfilegt slys“

Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði áreksturinn „skelfilegt slys“ og hét því að koma höfninni í lag sem fyrst.

Hann sagði einnig að brúin yrði reist að nýju við fyrsta tækifæri, en viðurkenndi að það gæti tekið einhvern tíma.

Þá hét hann nauðsynlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar til þess að takast á við slysið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert