Karl stoltur af Katrínu

Karl III Bretakonungur.
Karl III Bretakonungur. AFP/Yoan Valat

Karl III Breta­kon­ung­ur segist vera „svo stoltur af Katrínu og hugrekki hennar“ vegna tilkynningar hennar fyrr í dag þar sem kom fram að hún hefði greinst með krabbamein og væri nú í geislameðferð.

Þetta segir í tilkynningu frá konungsfjölskyldunni en BBC greinir frá.

Þar segir að konungurinn sé í nánum samskiptum við „hans kæru tengdadóttur“, en hann greindist sjálfur með krabbamein í janúar.

Hann og Kamilla drottning muni „halda áfram að bjóða fram kærleik sinn og stuðning til fjölskyldunnar allrar á þessum erfiðu tímum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert