Turkish Airlines kyrrsetur vélar

Myndin er af Airbus A321 flugvél Turkish Airlines.
Myndin er af Airbus A321 flugvél Turkish Airlines. AFP/Ozan Kose

Turkish Airlines mun kyrrsetja fimm Boeing 737 Max 9 flugfélagsins í kjölfar atviks í Bandaríkjunum þar sem gat myndaðist á farþegarými vélar af sömu gerð er hún var í háloftunum. 

Banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd (FAA) greindu frá því í gær að 171 Boeing 737 Max 9 yrðu kyrrsettar vegna atviksins. 

Tyrknesku vélarnar verða kyrrsettar þar sem áætluð lending er og þær skoðaðar. 

Flugfélögin Alaska Airlines og United Airlines eiga stærsta flotann af Boeing 737 Max 9 vélum. Allir vélar félaganna hafa verið kyrrsettar sem hefur leitt til þess að flugferðum var aflýst. 

Icelandair rekur fjórar Boeing 737 Max 9. Í gærkvöldi var greint frá því að þær vélar yrðu ekki kyrrsettar þar sem að atvikið í vélinni í Bandaríkjunum tengdist búnaði sem er ekki í vélum Icelandair. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert