Kona stungin til bana í Lundúnum

Enginn er í haldi lögreglu vegna árásarinnar.
Enginn er í haldi lögreglu vegna árásarinnar. AFP/Justin Tallis

Kona var stungin til bana úti á götu í Lundúnum í morgun. Rannsókn er hafin á málinu en enginn hefur verið handtekinn.

Lögreglan var kölluð að Burnt Oak Broadway rétt fyrir hádegi ásamt sjúkrabílum. Viðbragðsaðilar reyndu að veita henni aðhlynningu vegna stunguáverka en hún lést á vettvangi. Lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á konuna.

„Íbúar í nágrenninu munu sjá aukinn viðbúnað lögreglu hér á svæðinu á næstu dögum. Ég vil biðja samfélagið um að sýna þolinmæði á meðan lögreglumenn sinna sínu mikilvæga starfi,“ sagði Tony Bellis, yfirmaður norðvesturumdæmis lögreglunnar í Lundúnum.

Telegraph greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert