Árásarmaðurinn í Kongsberg metinn ósakhæfur

Lög­regluþjón­inn Rigo­berto Vill­arroel með ör í bak­inu eftir skot Bråt­hen.
Lög­regluþjón­inn Rigo­berto Vill­arroel með ör í bak­inu eftir skot Bråt­hen. Ljósmynd/Lögreglan í Noregi

Maðurinn sem myrti fimm manns vopnaður hnífum, boga og örvum í Noregi í fyrra hefur verið dæmdur ósakhæfur og gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi geðheilbrigðisstofnun.

Espen Andersen Bråt­hen, 38 ára Dani sem býr í Noregi, réðst að fólki inni í stórmarkaði í Kongsberg og fyrir utan hann með boga og örvum. Í kjölfarið stakk hann fimm manns til bana með hnífi.

Bæði verjendur og saksóknari í dómsmáli Bråt­hen töluðu fyrir því að ekki væri hægt að sýna fram á sakhæfi hans vegna geðsjúkdóma og að hann yrði ekki vistaður í fangelsi vegna þessa.

Þrír sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri haldinn ofsóknaræði. 

Bråt­hen lýsti yfir sekt sinni í rétti í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert