Björguðu fjölda dýra í útrýmingarhættu

Þrír menn voru handteknir í Austur-Java héraði í Indónesíu í dag fyrir að hafa selt dýr sem njóta sérstakrar verndar á Facebook. Tókst lögreglu að frelsa fjölda dýra í aðgerðum sínum og lagði hún einnig hald á stór plaströr sem talin eru hafa verið notuð undir dýrin þegar þau eru send til kaupenda.

Sala dýra í útrýmingarhættu er umfangsmikið vandamál í Indónesíu enda býr landið yfir líffræðilega fjölbreytni umfram flest önnur svæði í heiminum. Dýrin sem mennirnir seldu fóru fyrir yfir þúsund bandaríkjadali eða yfir 130 þúsund íslenskra krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert