Lögregla að störfum við heimili Hagen

Lögreglumenn að störfum við heimili Hagen-hjónanna í byrjun mánaðarins.
Lögreglumenn að störfum við heimili Hagen-hjónanna í byrjun mánaðarins. AFP

Norska lögreglan girti af svæði við heimili auðjöfursins Tom Hagen í Lørenskógi í suðausturhluta Noregs í morgun. Hagen var úrskurðaður í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald fyrir helgi með bréfa- og heim­sókna­banni vegna gruns um að hafa ráðið eða látið ráða eig­in­konu sína, Anne-Elisa­beth Hagen, af dög­um á haust­dög­um 2018.

Fréttamenn VG fylgjast með gangi mála við heimili Hagen en þar hefur lögregla komið upp bráðabirgðaaðstöðu í hvítum tjöldum og sést hefur til fjölda lögreglumanna og leitarhunda við húsið. 

Í frétt NRK er greint frá því að aðgerðir lögreglu snúi einkum að rannsókn á skólplögnum hússins. 

Hvarf Anne-Elisabeth var í fyrstu rannsakað sem mannrán en eft­ir 18 mánaða lög­reglu­rann­sókn hand­tók lög­regla fjár­fest­inn í stóraðgerð í síðustu viku, skammt frá heim­ili þeirra hjóna í Lørenskógi. Hagen, sem er einn auðugasti maður Noregs, er grunaður um að hafa annaðhvort stytt konu sinni ald­ur ell­egar átt hlut að máli í vígi henn­ar í sam­starfi við óþekkta vitorðsmenn.

Hér má fylgjast með beinni útsendingu VG. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert