Skotið á mótmælendur í Írak

Mótmælin hafa staðið yfir frá 1. október og um 300 …
Mótmælin hafa staðið yfir frá 1. október og um 300 manns hafa látið lífið. AFP

Öryggislögregla í Írak skaut á mótmælendur í suðurhluta Írak í dag og í gærkvöldi. Hið minnsta fimm eru látnir og hátt í 100 slasaðir.

Mót­mæl­in hóf­ust 1. októ­ber vegna hömlu­lausr­ar spill­ing­ar og at­vinnu­leys­is í land­inu, en ör­ygg­is­sveit­ir stjórn­valda tóku hart á mót­mæl­end­um og hafa að minnsta kosti 300 látið lífið og þúsundir slasast. 

Mótmælendur kveiktu í fyrir utan opinberar byggingar í dag, lokuðu götum og brúm og einnig skólum í borginni Nasiriya, um 300 kílómetrum suður af Baghdad. Í gærkvöldi þurfti að rýma spítala í borginni eftir að táragas barst inn í bygginguna. 

Þá hafa mótmælendur nærri borginni Basra lokað hraðbraut­inni sem ligg­ur að höfn­inni Umm Qasr sem er ein helsta rás mat­ar, lyfja og annarra inn­flutn­ings­vara í landið.

Adel Abdul, forsætisráðherra Íraks, tók við embætti fyrir rúmlega ári síðan. Hann hefur lagt til ýmsar umbætur og endurskipað ríkisstjórn sína, en það hefur ekki nægt til að lægja mótmælaöldurnar í landinu.

Mótmælendur kveiktu elda fyrir framan opinberar byggingar.
Mótmælendur kveiktu elda fyrir framan opinberar byggingar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert