Valls til liðs við Macron

Manuel Valls verður meðal frambjóðenda La République en marche í …
Manuel Valls verður meðal frambjóðenda La République en marche í komandi þingkosningum. AFP

Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra sósíalista í Frakklandi, tilkynnti í morgun að hann hygðist styðja flokk Emmanuel Macron, En Marche!, í komandi þingkosningum og yrði meðal frambjóðenda til neðri deildar þingsins.

Þetta kom fram í viðtali við Valls á RTL-útvarpsstöðinni í morgun. Macron bíður það erfiða hlutverk að reyna að mynda meirihluta á franska þinginu að loknum þingkosningum í júní. 

Formaður En Marche!, Richard Ferrand, greindi frá því í gær að nafni flokksins yrði breytt í En

La République en marche, eða Lýðveldishreyfingin, og eins yrði uppbyggingu flokksins breytt í átt að hefðbundnum stjórnmálaflokkum. Að sögn Ferrand verða nöfn frambjóðenda flokksins tilkynnt á fimmtudag en kosið er um 577 þingmenn í neðri deild þingsins.

Frétt Le Monde

Frétt Le Parisien

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert