Tyrkir kjósa um stjórnarskrána

Milljónir Tyrkja munu ganga til kosninga á morgun, þegar haldin verður þjóðaratkvæðagreiðsla sem umbylt gæti stjórnkerfi landsins í átt að forsetaræði. Verði það niðurstaðan er um að ræða eitt stærsta skrefið í sögu landsins frá stofnun þess við hrun Ottómanaveldisins.

Með kosningunni lýkur tveggja mánaða kosningabaráttu sem tvístrað hefur þjóðinni enn frekar í kjölfar misheppnaðs valdaráns síðasta sumar.

Högg hafa gengið á báða bóga á milli fylkinganna tveggja í aðdraganda kosninganna, sem snúast um breytingar á stjórnarskrá landsins. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa jafnað andstæðingum breytinganna við hryðjuverkamenn á meðan þeir hafa sjálfir verið sakaðir um að styðja við fasisma og einræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka