Lögregla hafði leitað að mæðgunum

Unglingsstúlkan fannst látin í sumarbústað í Noregi.
Unglingsstúlkan fannst látin í sumarbústað í Noregi. norden.org

Móðir þrettán ára stúlku sem fannst látin í sumarbústað í Valdres í Noregi á gamlárskvöld hefur enn ekki verið yfirheyrð. Búið er að kryfja lík stúlkunnar og er von á bráðabirgðaskýrslu síðar í dag. Móðirin er grunuð um alvarlega vanrækslu sem leiddi til dauða dóttur hennar en lögregla mun ekki tjá sig um hugsanlega dánarorsök fyrr en skýrslan liggur fyrir.

Lög­reglu var til­kynnt um dauða stúlk­unn­ar á gaml­árs­kvöld og varð strax ljóst að dauða stúlk­unn­ar hafi borið að með sak­næm­um hætti. Móðir stúlkunnar hafði sjálf samband við neyðarlínu.  

Stúlkan gekk ekki í skóla síðustu þrjá mánuði, eða eftir að mæðgurnar fluttu frá Lommedalen í Bærum. Sótt hafði verið um heimakennslu fyrir stúlkuna. Lögreglu í Valdres barst tilkynning frá barnaverndarnefnd í lok nóvember á síðasta ári og beiðni um að kanna hvort einhver byggi í sumarhúsinu þar sem stúlkan fannst látin. Enginn var í húsinu þegar lögreglu bar að garði.

Ekki er vitað hversu lengi mæðgurnar bjuggu í bústaðnum. Lögregla hafði reynt að hafa uppi á mæðgunum frá því að tilkynningin barst frá barnaverndarnefnd en án árangurs.

Ekki liggur fyrir hvenær verður hægt að yfirheyra móður stúlkunnar en hún er að sjúkrahúsi vegna heilsubrests. Á meðan beðið er eftir því er rætt við önnur vitni.

Frétt mbl.is: Grunuð um að hafa banað dóttur sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert